Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2023 21:01 Enn rýkur úr gosstöðvunum. Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt. Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira