Fær ekki skorið úr um hver er faðir hans í sextíu ára gömlu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2023 21:36 Málið var tekið fyrir á bæjarþingi í Hafnarfirði árið 1965. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur hafnað kröfu um að taka upp faðernismál sem móðir höfðaði árið 1959 gegn tveimur karlmönnum. Móðirin og mennirnir tveir eru öll látin, en sonur konunnar, sem faðernismálið varðar, krafðist þess að það yrði tekið upp á ný. Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur. Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur.
Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira