Mahomes öskureiður í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 13:31 Patrick Mahomes var mjög reiður í leikslok eftir tap Kansas City Chiefs á móti Buffalo Bills. Getty/Jamie Squire Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs töpuðu á heimavelli í NFL deildinni í gær og það er óhætt að segja að leikstjórnandi liðsins hafi verið mjög ósáttur í leikslok. Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24 NFL Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
NFL Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira