Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:33 Sérfræðingar hafa bent foreldrum á að oft megi beita öðrum úrræðum til að bæta svefn. Getty Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira. Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira.
Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira