Innlent

Fimm rúm­metrar streyma í sylluna á hverri sekúndu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bylgjuvíxlmynd sem sýnir millimetra á tímabilinu 28. október til 6. nóvember.
Bylgjuvíxlmynd sem sýnir millimetra á tímabilinu 28. október til 6. nóvember. Veðurstofa Íslands

Um það bil 1200 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólahring, flestir á svæðinu milli Þorbjörns og Sýlingarfells svipað og daginn áður. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð klukkan 00:31 í nótt skammt sunnan við Þorbjörn.

Skjálftavirknin heldur áfram á sama dýpi og áður. Áfram má búast við hviðukenndri skjálftavirkni á meðan að kvikusöfnun er í gangi, að því er segir í tilkynningu á Veðurstofu Íslands.

Landris heldur áfram á svipuðum hraða og hefur verið samkvæmt gervitungla- og GPS gögnum. Bylgjuvíxlmynd fyrir tímabilið 28. október til 6. nóvember sem sýnir nær lóðrétta hreyfingu staðfestir það, en einnig sýnir hún hliðrun vegna sprunguhreyfinga tengt jarðskjálftavirkninni.

Hægt er að fylgjast vel með stöðu mála á svæðinu í vefmyndavél Vísis.

Uppfærð líkön byggð á sömu gögnum áætla að kvikusöfnun í lárétta syllu á um fimm kílómetra dýpi haldi áfram og frá upphafi þenslumerkisins þann 27. október sé meðal innflæði áætlað um fimm rúmmetrar á sekúndu með óvissu upp á tvo rúmmetra á sekúndu.


Tengdar fréttir

Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum

Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar.

„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“

Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara.

Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum

Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×