Sport

Djokovic hefndi tapið og nálgast fer­tugasta titilinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Novak Djokovic fagnaði sigri í 8-manna úrslitum franska meistaramótsins.
Novak Djokovic fagnaði sigri í 8-manna úrslitum franska meistaramótsins. Vísir/Getty

Novak Djokovic nálgast sinn 40. meistaratitil í tennis eftir að hann sló út Danann Holger Rune í 8-liða úrslitum opna franska meistaramótsins sem fer fram í París. Kapparnir mættust í úrslitaleik keppninnar í fyrra en þar fór Holger Rune með sigur af hólmi. 

Novak Djokovic er efstur á heimslistanum í tennis, Holger Rune stendur í sjöunda sætinu eins og er. Hefði Rune unnið viðureign þeirra í nótt hefði hann tryggt sér þátttöku á lokamótinu í Tórínó þar sem átta bestu leikmenn heims mætast. En eftir að hafa dottið úr leik er sætið hans á mótinu í hættu. 

Djokovic mætir Andrey Rublev í undanúrslitum á leiðinni að áttunda úrslitaeinvíginu sínu í París.

Pólski leikmaðurinn Hubert Hurkacz missti af sínu tækifæri til að taka þátt í Tórínó mótinu þegar hann tapaði gegn Grigor Dimitrov í 8-manna úrslitum. Dimitrov mætir Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum en hann sló Karen Khachanov úr leik. 

Undanúrslitin fara fram í dag og leikur verður til úrslita á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×