Ný CrossFit dóttir er fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 12:00 Nýjasta CrossFit dóttirin Bergrós Björnsdóttir hefur átt frábært ár þar sem hún var á palli á Reykjavíkurleikunun, á heimsleikunum og á Íslandsmeistaramótinu. Samsett/Instagram/@bergrosbjornsdottir Íslensku dæturnar hafa vakið mikla athygli í CrossFit heiminum í gegnum tíðina og nú lítur út fyrir að ný dóttir sé að bætast í hópinn. Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira