Sport

„Stundum þarf maður að deyja til þess að ná í þessi stig“

Andri Már Eggertsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ánægð með sigurinn
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ánægð með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var ánægð með stigin þrjú eftir 1-0 sigur gegn Wales.

„Þetta var ólýsanleg tilfinning. Það er alltaf mjög sérstakt að koma hingað og það var extra sætt að taka þetta þar sem það var langt síðan við spiluðum keppnisleik og þetta var gríðarlega sætt,“ sagði Karólína Lea eftir leik.

Karólína hefði viljað halda betur í boltann en var þó afar ánægð með mark Glódísar og stigin þrjú sem liðið náði í. 

„Leikurinn þróaðist þannig að þær voru fullmikið með boltann og við hefðum mögulega átt að halda betur í boltann en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt og við tókum þrjú stig í dag.“

Íslensku stelpurnar vörðust vel fyrir aftan boltann og nýttu föstu leikatriðin. Karólína taldi það vera íslensku leiðina sem skilaði sér í sigri.

„Er það ekki svolítið íslenska leiðin. Við gerðum allt til þess að vinna þennan leik og það heppnaðist.“

Karólína viðurkenndi að það hafi verið erfitt að verjast undir lokin þar sem Wales reyndi að jafna leikinn.

„Þetta var svolítið erfitt í lokin en stundum þarf maður að deyja til þess að ná í þessi stig og það gerðist,“ sagði Karólína að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×