Baðherbergi fjölmiðlamannsins Vilhjálms Antons og ljósmyndarans Sögu Sig er lítið og gluggalaust auk þess sem þurfti að vinna í kringum burðarbita í lofti og burðarsúlu á vegg. Með góðu skipulagi, sniðugri lýsingu og djörfu efnisvali umbreyttu Ragnar og Hanna Stína baðherberginu í lúxus spa.

Rósettan í loftinu gefur herberginu „Parísarlegt“ yfirbragð.

Falleg lýsing, bæði óbein og í loftljósi og lýsingu á speglum. Ljósin koma öll frá Lýsing og Hönnun. Marmaraflísar í mismunandi litum á gólfi og veggjum. Tæki á baðherberginu eru gyllt og koma frá Ísleifi. Svo fáum við fallega mýkt í tjaldi fyrir þvottaaðstöðu frá Casalisa.

Lýsingin kemur fallega út í hillunum inni í sturtunni.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.