Erlent

Skora á konur að stíga fram

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Russell Brand er sakaður um kynferðisbrot á sjö ára tímabili.
Russell Brand er sakaður um kynferðisbrot á sjö ára tímabili. Chris Pizzello/Invision/AP, File)

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við.

Frá þessu er greint á vef Guardian en eins og frma hefur komið hafa fjórar konur stigið fram í umfjöllun The Times og sakað grínistann um kynferðisofbeldi. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á sjö ára tímabili, frá 2006 til 2013 þegar grínistinn starfaði í útvarpi, sjónvarpi og lék í kvikmyndum.

Grínistinn sjálfur hefur staðfastlega neitað því að ásakanirnar séu á rökum reistar. Í tilkynningu segja forsvarsmenn Amnesty International að fréttir af meintri hegðun leikarans komi þeim í opna skjöldu.

Segja þeir að grínistinn hafi ekki starfað fyrir samtökin um árabil. Brand kom reglulega fram á viðburðum samtakanna á þeim árum sem frægðarsól hans reis hæst. Grínistinn er nú í uppistandsferð um Bretland og hefur ekki hætt við neinar sýningar vegna málsins og kom hann fram í London í gær.

BBC hafi ekki brugðist við

James Cleverley, utanríkisráðherra Bretlands, er meðal stjórnmálamanna í Bretlandi sem hefur tjáð sig um mál grínistann. Hann segir skemmtanaiðnaðinn þurfa að svara spurningum vegna málsins.

Þá kemur fram í umfjöllun The Sunday Times að breska ríkisútvarpinu hafi borist ábendingar um hátterni grínistans árin sem hann starfaði þar. Grínistinn hætti störfum fyrir útvarpið árið 2008.

Í tilkynningu frá BBC ber ríkisútvarpið fyrir sig að grínistanum hafi verið vikið úr störfum árið 2008. Síðan þá hafi verið unnið í verkferlum ríkisútvarpsins, með tilliti til kvartana vegna starfsfólks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×