Innlent

Reksturinn já­kvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina vera að vaxa út úr vandanum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina vera að vaxa út úr vandanum. Vísir/Arnar

Árs­hluta­reikningur Reykja­víkur­borgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgar­ráð í dag. Í til­kynningu frá borginni er full­yrt að árs­hluta­reikningurinn sýni já­kvæðan við­snúning, þrátt fyrir á­fram­haldandi á­skoranir í rekstri sem rakinn er til van­fjár­mögnunar þungra mála­flokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hag­kerfinu og við­varandi verð­bólgu. Borgar­stjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára.

Í til­kynningu borgarinnar til Kaup­hallar kemur fram að rekstrar­niður­staða saman­tekins árs­hluta­reknings Reykja­víkur­borgar, A-og B-hluta, hafi verið nei­kvæð um 6,7 milljarða króna en að á­ætlun hafi gert ráð fyrir að reksturinn yrði já­kvæður um sex milljarða króna sem hafi verið 12,8 milljarða króna lakari niður­staða en á­ætlun gerði ráð fyrir. Helstu frá­vik frá á­ætlun eru sögð mega rekja til fjár­magns­liðar og skýrast af hærri verð­bólgu.

Rekstrar­niður­staða A- og B-hluta fyrir af­skriftir og fjár­magns­liði (EBITDA) skilaði 23,1 milljarði í af­gang sem var um tveimur milljörðum undir á­ætlun en fjórum milljörðum betri niður­staða en á fyrri helmingi ársins 2022.

Veltu­fé frá rekstri hjá A- og B-hluta nam 16,5 milljörðum króna á tíma­bilinu eða 13,5% af tekjum. Fjár­festingar að frá­dregnum seldum eignum námu 22,4 milljörðum. Greidd gatna­gerðar­gjöld og seldur byggingar­réttur nam 2,4 milljörðum. Lán­taka og ný stofn­fram­lög námu 30,4 milljörðum og af­borganir lána og leigu­skulda námu 16,9 milljörðum. Hand­bært fé í lok tíma­bils var 33,3 milljarðar króna.

Mark­mið að­gerðar­á­ætlunar tekist

Í til­kynningu frá borginni til fjöl­miðla segir að rekstrar­niður­staða A-hluta hafi verið nei­kvæð um 0,9 milljarða króna. Halli af mála­flokki fatlaðs fólks hafi numið um 4,8 milljörðum og segir í til­kynningu borgarinnar að rekstrar­niður­staðan hefði verið já­kvæð um 3,8 milljarða ef mála­flokkurinn væri að fullu fjár­magnaður af hálfu ríkisins.

Enn­fremur segir þar að tekjur borgar­sjóðs hafi vaxið um­fram á­ætlanir. Veltu­fé frá rekstri sýni já­kvæðan við­snúning frá fyrra ári og sé nú já­kvætt um 7,6 prósent. Hreinar skuldir sem hlut­fall af tekjum fari lækkandi. Mark­mið að­gerða­á­ætlunar í fjár­málum borgarinnar, sem sam­þykkt var sam­hliða fjár­hags­á­ætlun, hafi náðst og gott betur.

Þó séu á­fram­haldandi á­skoranir í rekstri á viða­mikilli þjónustu borgarinnar. Laun og launa­tengd gjöld hafi farið 2,1 milljarð yfir fjár­heimildir og segir í til­kynningu borgarinnar að það hafi verið meðal annars þar sem aukinn stuðningur við börn af er­lendum upp­runa, hátt veikinda­hlut­fall og upp­söfnuð or­lof­s­taka starfs­fólks hafi kallað á aukna mönnun.

Einnig megi sjá á­hrif verð­lags­hækkana í ár­hluta­reikningi, aukinn kostnað tengdan úr­ræðum sem komi til vegna fram­kvæmda og við­halds á starfs­stöðum, kostnað um­fram á­ætlanir vegna ó­venju snjó­þungs vetrar, auk þess sem vist­greiðslur vegna barna með þroska-og geð­raskanir hafi aukist um­fram á­ætlanir.

Þá segir í til­kynningunni að þensla í hag­kerfinu og við­varandi verð­bólga hafi það sem af er ári sett mark sitt á rekstur borgarinnar. Há verð­bólga hafi á­hrif á fjár­magns­lið í rekstri, en á móti feli þenslan í hag­kerfinu í sér hátt at­vinnu­stig sem skili hærri út­vars­tekjum en á­ætlað var.

Segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára

„Árs­hluta­reikningur sýnir já­kvæðan við­snúning í A-hluta; auknar tekjur vegna fjölgunar borgar­búa, lítils at­vinnu­leysis og fjölgunar á vinnu­markaði. Veltu­fé frá rekstri styrkist og staða hand­bærs fjár er sterk,“ segir Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri.

„Borgin er að vaxa út úr vanda síðustu ára með auknum tekjum og að­haldi í rekstri. Halli í mála­flokki fatlaðs fólks heldur á­fram að hafa á­hrif á stöðuna en við­ræður standa enn yfir við ríkið um leið­réttingu á þessu og fjár­mögnun mála­flokksins. Verð­bólga og ytri að­stæður á markaði lita niður­stöðu sam­stæðunnar í heild en undir­liggjandi rekstur er sterkur.“

Reykja­víkur­borg hafi fyl­ht sam­þykktri fjár­mála­stefnu 2023-207, sem undir­búin var í haust með hlið­sjón af fjár­hags­lega erfiðri stöðu og ytra efna­hags­legu um­hverfi borgarinnar. Í stefnunni sé skýr á­hersla á að halla­rekstri og erfiðum að­stæðum í al­þjóð­legu efna­hags­um­hverfi verði mætt með vexti þrótt­mikils borgar­sam­fé­lags til lengri tíma en með mark­vissum að­gerðum í rekstri og sam­drætti í fjár­festingum miðað við á­ætlanir síðustu ára til skemmri tíma, án þess að dregið verði úr öflugri sókn í upp­byggingu borgarinnar í sam­ræmi við Græna planið og stefnu­mörkun þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×