Perlan fer á sölu Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 13:39 Perlan er föl. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. Í fréttatilkynningu um ákvörðunina segir að Hitaveita Reykjavíkur hafi byggt Perluna og hún opnuð árið 1991. Reykjavíkurborg hafi keypt Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka af Orkuveitu Reykjavíkur. Á þeim tíma sem kaupin fóru fram hafi rekstur hússins ekki staðið undir sér og tekjur rétt nægjanlegar fyrir fasteignagjöldum og lóðarleigu. Sneri rekstrinum við Á þeim tíu árum sem liðin eru frá kaupum borgarinnar á Perlunni hafi orðið algjör viðsnúningur á rekstrinum og tekjur standi vel undir kostnaði. Húsnæðið hafi verið auglýst til leigu og núverandi leigutaki sé Perla norðursins ehf., sem hafi þróað hana sem áhugaverðan áfangastað í Reykjavík. Perlan hafi síðustu ár tekið miklum breytingum og hýsi núna sýningar auk veitingastaða. Perlan sé einn af aðaláfangastöðum ferðamanna í borginni, og frá útsýnispallinum sé magnað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn. Í Perlunni sé fjöldi sýninga, þar á meðal íshellir, stjörnuver og gagnvirkar sýningar um íslenska náttúru og menningu. Þessar eignir bjóði upp á aukin tækifæri og möguleika til áframhaldandi þróunar og ekki sjálfgefið að Reykjavíkurborg sé besti aðilinn til að þróa þessar eignir áfram. Stærð hússins og tanka sé um 5.800 fermetrar og fasteignamat 3.942.440.000 krónur. Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Ferðamennska á Íslandi Salan á Perlunni Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ákvörðunina segir að Hitaveita Reykjavíkur hafi byggt Perluna og hún opnuð árið 1991. Reykjavíkurborg hafi keypt Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka af Orkuveitu Reykjavíkur. Á þeim tíma sem kaupin fóru fram hafi rekstur hússins ekki staðið undir sér og tekjur rétt nægjanlegar fyrir fasteignagjöldum og lóðarleigu. Sneri rekstrinum við Á þeim tíu árum sem liðin eru frá kaupum borgarinnar á Perlunni hafi orðið algjör viðsnúningur á rekstrinum og tekjur standi vel undir kostnaði. Húsnæðið hafi verið auglýst til leigu og núverandi leigutaki sé Perla norðursins ehf., sem hafi þróað hana sem áhugaverðan áfangastað í Reykjavík. Perlan hafi síðustu ár tekið miklum breytingum og hýsi núna sýningar auk veitingastaða. Perlan sé einn af aðaláfangastöðum ferðamanna í borginni, og frá útsýnispallinum sé magnað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn. Í Perlunni sé fjöldi sýninga, þar á meðal íshellir, stjörnuver og gagnvirkar sýningar um íslenska náttúru og menningu. Þessar eignir bjóði upp á aukin tækifæri og möguleika til áframhaldandi þróunar og ekki sjálfgefið að Reykjavíkurborg sé besti aðilinn til að þróa þessar eignir áfram. Stærð hússins og tanka sé um 5.800 fermetrar og fasteignamat 3.942.440.000 krónur.
Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Ferðamennska á Íslandi Salan á Perlunni Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent