Sport

Dag­skráin í dag: For­keppni Meistara­deildarinnar og stór­leikur í þýska hand­boltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon verður í eldlínunni í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon verður í eldlínunni í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fjórar beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi. Forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður fyrirferðamikil ásamt því að stórleikur í þýska handboltanum fær að fylgja með.

Við hefjum einmitt leik í Þýskalandi þar sem THW Kiel tekur á móti Rhein Neickar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta klukkan 16.55 á Vodafone Sport.

Klukkan 18:50 er svo komið að þremur leikjum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Braga og og Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos eigast við á Stöð 2 Sport 2, Maccabi Haifa tekur á móti Young Boys á Stöð 2 Sport 3 og Galatasaray sækir Molde heim á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×