Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 10:32 Nær yfirfullt flóðvarnarrými í Pálmaeyðimörkinni í Kaliforníu vegna úrkomu sem fylgdi Hilary í gær. AP/Mark J. Terrill Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31