Innlent

Á­minning um að plastið drepi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ljóst er að mávurinn getur átt erfitt um vik nái hann ekki plastinu af sér.
Ljóst er að mávurinn getur átt erfitt um vik nái hann ekki plastinu af sér.

Yfir­fullar rusla­tunnur og matar­af­gangar eru sér­stak­lega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álfta­nesi er á­minning til allra um að ganga vel frá úr­gangi og að minnka notkun á ó­þarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lög­reglu og bæjar­yfir­völd í Garða­bæ vita af málinu.

Þetta kemur fram í svari Um­hverfis­stofnunar við fyrir­spurn Vísis. Frétta­stofu barst mynd frá á­hyggju­fullum íbúa á Álfta­nesi af mávi sem lent hefur í ó­göngum vegna plastrusls. Í­búinn segir um að ræða á­minningu um það að plastið drepi og sé til trafala í líf­ríkinu.

Magn heimilis­úr­gangs að aukast ár frá ári

Um­hverfis­stofnun hefur ekki borist til­kynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Mála­flokkurinn sé ekki innan starf­semi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju á­bendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjala­kerfi stofnunarinnar og þær sendar á­fram til við­eig­andi aðila.

Stofnunin safni hins­vegar ekki á­bendingum á kerfis­bundinn hátt þannig að auð­velt sé að fá yfir­sýn yfir þær. Á­bendingum hafi verið komið til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu og til Garða­bæjar vegna að­gerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum.

„Magn heimilis­úr­gangs á Ís­landi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort á­sókn dýra í úr­ganginn sé að aukast. Ein­hverjir mávar verpa í Garða­bæ en flestir mávarnir á Höfuð­borgar­svæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í að­gengi­legu rusli bæjar­búa. Yfir­fullar rusla­tunnur og matar­af­gangar eru sér­stak­lega freistandi fyrir mávana.“

Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman

Í svörum stofnunarinnar segir að með því að lands­menn gangi vel frá rusla­tunnum og passi að matar­af­gangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garð­veislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman.

„Og því betur sem við göngum um, því færri verða til­vikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna ná­býlisins við okkur. Þetta til­vik undir­strikar mikil­vægi þess að við komum úr­ganginum okkar í réttan far­veg.“

Mávurinn með plast­draslið á goggnum undir­striki mikil­vægi þess að lands­menn komi úr­gangi sínum í réttan far­veg. Ný­lega hafi verið inn­leitt bann við þeim ein­nota plast­vörum sem lík­legast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og ein­nota hnífa­pörum, rörum og plast­burðar­pokum.

Plastið safnist upp

„Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun ein­nota plast­um­búða eins og drykkjar­mála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfir­leitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“

Plastið safnist þess vegna upp og sýna rann­sóknir Um­hverfis­stofnunar og Náttúru­stofu Norð­austur­lands að stór hluti fýla við Ís­lands­strendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar.

„Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vand­ræði. Við getum tekið þessu sem á­minningu um að ganga vel frá úr­gangi og að minnka notkun á ó­þarfa plasti eftir bestu getu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×