Sport

Björgvin Karl áfram fimmti eftir fyrstu grein dagsins. Annie Mist upp um þrjú sæti

Siggeir Ævarsson skrifar
Björgvin Karl er í ágætu formi.
Björgvin Karl er í ágætu formi. Instagram - bk_gudmundsson

Björgvin Karl Guðmundsson er áfram í 5. sæti á heimsleikunum í Crossfit eftir grein dagsins en hann varð 9. í grein sem kallast á ensku „pig chipper“ og hefur stundum verið kölluð „svínslegar dýnur“ á íslensku.

Björgvin kláraði á tímanum 16 mínútum og 12 sekúndum en í þessari grein þurfa keppendur að velta svínslega þungum dýnum eftir braut og framkvæma svo allskonar aflraunir áður en þeir velta dýnunni svo aftur til baka. 

Þessi tími dugði Björgvini í 9. sætið sem gaf 76 stig og er hann því áfram í 5. sæti í heildarkeppninni með 164 stig, 27 stigum á eftir Bandaríkjamanninum Roman Khrennikov sem leiðir keppnina með 191 stig, en hann kláraði grein dagsins fyrstur allra á 14 mínútum og 28 sekúndum, 16 sekúndum á undan næsta manni.

Annie Mist Þórisdóttir varð 8. í þessari sömu grein í kvennaflokki, og fór upp um þrjú sæti í heildarkeppninni. Hún kláraði brautina á 16 mínútum og 20 sekúndum, rétt rúmri mínútu á eftir Alexis Raptis frá Bandaríkjunum sem leiðir heildarkeppnina. Annie Mist er með 149 stig eftir tvær greinar.

Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem fór vel af stað í gær og var fjórða, náði ekki að ljúka greininni undir tímamörkum og varð í 34. sæti, og fellur því niður í 15. sæti heilt yfir, með 103 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×