Sport

FH kynnti þremenningana með skemmtilegu myndbandi

Andri Már Eggertsson skrifar
Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen spila með FH það sem eftir lifir tímabils, og eru félagaskipti Grétars varanleg.
Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen spila með FH það sem eftir lifir tímabils, og eru félagaskipti Grétars varanleg. Samsett/Hulda Margrét

Félagaskiptabanni FH er lokið og félagið tilkynnti komu þremenningana með skemmtilegu myndbandi þar sem Viðar Halldórsson var í aðalhlutverki.

FH losnaði úr félagaskiptabanni fyrr í dag en það stóð yfir frá 16. júlí. FH-ingar fögnuðu að launadeilan við Mortens Beck Guldsmed sé lokið með skemmtilegu myndbandi þar sem Viðar opnaði hliðið á Kaplakrikavelli. 

 

Viðar Ari Jónsson kemur í FH á frjálsri sölu en hann var hjá ungverska félaginu Honved. Viðar hefur áður leikið með FH en þá kom hann á láni frá Brann. Viðar hefur spilað tuttugu leiki fyrir FH í deild og bikar.

Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen léku sinn fyrsta leik fyrir FH í kvöld gegn Keflavík. Grétar Snær kemur frá KR en hann er uppalinn FH-ingur og lék síðast með félaginu í efstu deild árið 2016. FH fær Arnór Borg á láni frá Víkingi Reykjavík.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×