Sport

Midtjylland með sigur í forkeppni Sambandsdeildarinnar

Andri Már Eggertsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn Vísir/Getty

Midtjylland sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni vann 2-0 sigur gegn FC Progrès Niederkorn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 

Midtjylland sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni vann 2-0 sigur gegn FC Progrès Niederkorn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Seinni leikurinn milli liðanna fer síðan fram í Lúxemborg fimmtudaginn 3. ágúst. 

Heimamenn byrjuðu betur og hægri bakvörðurinn, Henrik Dalsgaard, braut ísinn á 38. mínútu. Midtjylland var einu marki yfir í hálfleik.

Þegar tæplega fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bætti Sory Kaba við öðru marki Midtjylland. Kaba byrjaði á varamannabekknum en kom inn á í hálfleik og var ekki lengi að minna á sig. Gestirnir frá Lúxemborg voru því snemma komnir í erfiða stöðu.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×