Sport

Heims­meistari skrópaði þrisvar sinnum í lyfja­próf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tobi Amusan þótti líklegt til að verja heimsmeistaratitil sinn en svo gæti farið að hún fái ekki að keppa.
Tobi Amusan þótti líklegt til að verja heimsmeistaratitil sinn en svo gæti farið að hún fái ekki að keppa. Getty/Alexander Hassenstein

Tobi Amusan er bæði ríkjandi heimsmeistari og heimsmethafi í 100 metra grindahlaupi kvenna og hún er að undirbúa sig undir HM í frjálsum íþróttum sem fer fram í haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn.

Amusan er í vandræðum eftir að hafa skrópað þrisvar sinnum í lyfjapróf á síðustu tólf mánuðum. Þetta þýðir í raun það sama og að hún hafi fallið á lyfjaprófi og á hún því von á löngu banni.

„Ég er sannur íþróttamaður og fer reglulega í próf hjá Athletics Integrity,“ sagði Tobi Amusan í færslu á Instagram.

Í færslunni sinni á talar hún um það að það eigi eftir að heyrast meira af þessu máli og að hún hafi beðið um að staða sín verði skoðuð betur fyrir heimsmeistaramótið í ágúst.

„Ég trúi því að þetta falli með mér og að ég munu keppa á HM í ágúst,“ sagði Amusan.

Amusan er 26 ára gömul og keppir fyrir Nígeríu. Hún varð heimsmeistari í 100 metra grindahlaupi í Eugene árið 2022 og er einnig tvöfaldur Afríkumeisyari í greininni.

Hún hljóð á 12,12 sekúndum í undanúrslitum á síðasta HM og sló þá heimsmetið sem var orðið sex ára gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×