Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:00 Caster Semenya vann áfangasigur í baráttu sinni í dag. Vísir/Getty Suðurafríska hlaupakonan Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem varðar reglur um magn testósteróns hjá frjálsíþróttafólki. Þó lítur ekki út fyrir að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina. Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina.
Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira