Innlent

Skjálft­a­skuggi myndaðist á laugar­dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Keilir og svæðið í kring úr lofti.
Keilir og svæðið í kring úr lofti. Vísir/RAX

Skjálft­a­skuggi myndaðist síðast­liðinn laugar­dag norð­austur af Fagra­dals­fjalli og suð­vestur af Keili. Mögu­leiki er að kvika safnist þar fyrir en hug­takið nær yfir svæði þar sem nær engir skjálftar verða utan lítilla jarð­hræringa.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynningu frá rann­sóknar­stofu Há­skóla Ís­lands í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá. Þar kemur meðal annars fram að kvikan sem flæði upp ganginn sé greini­lega ekkert að flýta sér að ná á yfir­borðið.

Þá segir þar enn­fremur að komið hafi í ljós að gígarnir og hraunið frá því í gosinu í fyrra hafa tekið veru­legum breytingum á þeim tíma sem liðið hefur frá gos­lokum og hrein­lega skroppið saman. Breytingarnar tengjast fyrst og fremst kólnun hraunsins og sam­þjöppun á hol­rýmum innan þess.

„Vek at­hygli á grá­skyggða svæðinu, sem frá og með þessum degi hefur verið í skjálft­a­skugga: Ein mögu­leg túlkun á þessu fyrir­bæri er að kvikan sé að safnast þar fyrir ein­fald­lega vegna þess að hún á erfitt með að komast alla leið til yfir­borðs. Ef yfir­þrýstingurinn í kvikunni verður meiri en tog­styrkur skorpunnar ofan við, þá brestur haftið og kvikan rís til yfir­borðs í eld­gosi.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×