Sport

Sala áfengis bönnuð á Ólympíuleikunum í París

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Áhorfendur á Ólympíuleikunum geta ekki keypt sér áfenga drykki á vellinum.
Áhorfendur á Ólympíuleikunum geta ekki keypt sér áfenga drykki á vellinum. Chesnot/Getty Images

Ekki verður hægt að kaupa áfenga drykki á leikvöngum Ólympíuleikana í París á næsta ári eftir að skipuleggjendur ákváðu að sækja ekki um undanþágu á frönsku Evin-lögunum sem banna hverskyns auglýsingar á áfengi og tóbaki.

Lögin banna einnig sölu á áfengi og tóbaki á íþróttaleikvöngum landsins, en þó er hægt að sækja um undanþágu fyrir ákveðið marga viðburði á ári. 

Talsmaður leikana greindi þó frá því í samtali við Reuters-fréttastofuna að ákveðið hafi verið að sækja ekki um undanþáguna þar sem lagabreytingu hefði þurft til að koma til móts við alla þá viðburði sem fara fram á Ólympíuleikunum. Þó munu gestir sem kaupa sér sérstaka VIP-miða geta fengið áfenga drykki á meðan leikarnir standa yfir.

„Ólympíuleikarnir í París árið 2024 munu halda yfir 700 keppnir á 15 dögum,“ sagði talsmaðurinn.

„Það eru frönsk lög sem í gildi eru sem leyfa það að aðeins veitingaþjónustur á VIP-svæðunum mega bera fram áfengi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×