Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 12:27 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir Fjármálaeftirlitið sýna bankanum traust þrátt fyrir að honum hafi nú verið gert að greiða 1,2 milljarða sekt. VÍSIR/VILHELM Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira