Sport

Anni­e mögnuð í sjö­ttu grein: Sara upp­­­lifði afar erfiða stund

Aron Guðmundsson skrifar
Upplifun Ragnheiðar Söru og Anniear af sjöttu grein undanúrslitamótsins var gjörólík
Upplifun Ragnheiðar Söru og Anniear af sjöttu grein undanúrslitamótsins var gjörólík Vísir/Samsett mynd

Anni­e Mist Þóris­dóttir byrjaði daginn af krafti á undan­úr­slita­móti Cross­Fit í Ber­lín fyrir heims­leikana sem fara fram í ágúst. Anni­e endaði í 2. sæti í sjö­ttu grein mótsins og stendur afar vel að vígi fyrir loka­grein dagsins

Anni­e hóf daginn í 2. sæti í heildar­stiga­keppni mótsins og í grein dagsins kom hún að­eins á eftir efstu konu á styrk­leika­lista Cross­Fit, hinni ung­versku Laura Hor­vath.

Árangur Anni­ear í sjö­ttu greininni færði henni alls 97 stig í heildar­stiga­keppninni og er hún á­fram í 2. sæti mótsins, sex­tán stigum á eftir Gabriela Migala sem leiðir mótið fyrir loka­grein þess síðar í dag.

Þuríður Erla Helga­dóttir stóð sig frá­bær­lega í sjö­ttu greininni og endaði í sjötta sæti. Hún vinnur sig upp um þrjú sæti milli greina. Þá gerði Sól­veig Sigurðar­dóttir einnig vel í sjö­ttu greininni og endaði í 17. Sæti. Hún er sem stendur í 21. sæti mótsins.

Sárt að horfa á Söru

Á meðan að Anni­e og Þuríður áttu afar góðu gengi að fagna í sjö­ttu grein undan­úr­slita­mótsins átti Ragn­heiður Sara Sig­munds­dóttir erfitt upp­dráttar.

Hún féll á tíma í sjö­ttu greininni eftir að hafa átt í erfið­leikum með einn hluta hennar, klifur upp og niður kaðal þar sem ekki mátti nota fæturna sér til stuðnings.

Heyra mátti á lýs­endum í beinni út­sendingu á mótinu hversu mikið þeir fundu til með Söru á þessum tíma­punkti.

Ís­lenska val­kyrjan sýndi þó styrk og þraut­seigju með því að gefast ekki upp og halda á­fram, aftur og aftur, að reyna klára greinina.

Sara er sem stendur í 18. sæti undan­úr­slita­mótsins en ellefu efstu kepp­endurnir í kvenna­flokki tryggja sér sæti á heims­leikunum í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×