NASA semur við Bezos um tunglfar Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 08:01 Tölvuteiknuð mynd af lendingarfari Blue Origin á tunglinu. Vonast er til að hægt verði að nota það til að lenda mönnum á tunglinu árið 2029. Blue Origin Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00
Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29