Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 09:53 Keith Alexander stýrði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) frá 2005 til 2014. Síðan þá hefur hann auðgast á ráðgjafarstörfum fyrir erlend ríki, þar á meðal Sádi-Arabíu. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira