Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 22:00 Mál félagsfræðiprófessorsins Hassans Diab hefur vakið mikla athygli. Youtube/Skjáskot Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014. Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014.
Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira