Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 12:00 Sigurður Þórðarson var tvö ár að vinna að greinargerð um Lindarhvol. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18
Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08