Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 19:07 Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00