Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2023 19:00 Kristján í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í Svíþjóð núna í janúar. vísir/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður Franski handboltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður
Franski handboltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira