Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 17:26 Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í landsliðinu, Björgvini Pál Gústavssyni. Vísir/Vilhelm Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC. Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC.
Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40