Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 10:09 Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru samherjar í íslenska landsliðinu og léku á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira