Fótbolti

Sveindís og stöllur í undanúrslit Meistaradeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins.
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins. Tnani Badreddine/DeFodi Images via Getty Images

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með 1-1 jafntefli gegn franska stórliðinu Paris Saint-Germain.

Sveindís og stöllur unnu fyrri leik liðanna 1-0 og nægði því jafntefli í leik kvöldsins til að koma liðinu í undanúrslit.

Alexandra Popp kom heimakonum í forystu með marki eftir tuttugu mínútna leik, en tíu mínútum síðar jafnaði Kadidiatou Diani metin fyrir gestina.

Ekki urðu mörkin þó fleiri og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli og samanlagður 2-1 sigur Wolfsburg sem er nú á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Í undanúrslitunum mætir Wolfsburg liði Arsenal sem sló Íslendingalið Bayern München úr leik í átta liða úrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.