Sport

Setti Ís­lands­met í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Ís­lands­meistara­titil í skíða­göngu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss.
Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Vísir/Hulda Margrét

Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu.

Íslandsmetið setti Andrea á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika í gær. Hún kom í mark á tímanum 16:46,18 og stórbætti hún met Fríðu Rúnar Þórðardóttur frá árinu 1994. 

Það sem gerir afrek Andreu enn merkilegra er að fyrr um daginn keppti hún á Skíðamóti Íslands í skíðagöngu. Þar vann hún Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra göngu þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 16:45,2 mínútur. Ótrúlegur dagur hjá Andreu sem sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu og Laugavegshlaupinu síðasta sumar.

Þá fór fram um helgina mótið Raleig Relays í Norður-Karólínu en þar var Baldvin Þór Magnússon á meðal keppenda. Hann bætti eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þegar hann kom í mark á tímanum 3:40,36 en hann átti sjálfur fyrra metið sem hann setti árið 2021.

Baldvin Þór bætti einnig eigin árangur í 10.000 metra hlaupi þegar hann hljóp á tímanum 28:57,17 en Íslandsmet Hlyns Andréssonar í greininni er 28:36,80 frá árinu 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×