Sport

Gunnar klikkar ekkert á vigtinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar er klár í hasarinn á morgun.
Gunnar er klár í hasarinn á morgun. vísir/getty

Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Bryan Barberena er formlega staðfestur en báðir kappar náðu vigt í London í morgun.

Bardaginn er í veltivigt þar sem kapparnir þurfa að vera 77 kg á vigtinni eða 170 pund. Gunnar var 170 pund en Barberena 171.

Þeir mætast í búrinu í o2-höllinni annað kvöld en bardagi þeirra er þriðji stærsti bardagi kvöldsins.

Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í tæpt ár en Gunnar hafði betur gegn Takashi Sato á sama stað þann 19. mars í fyrra.

Síðustu þrír bardagar Gunnars hafa endað í dómaraákvörðun en hann kláraði andstæðing sinn síðast í desember árið 2018.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.