Sport

„Brúð­kaups­gjöfin“ mikill skellur fyrir í­þrótta­stjörnuparið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kelsey Plum og  Darren Waller erui nýfgift og héldu að þau yrði bæði í Las Vegas en þurfa nú að fara í fjarsamband.
Kelsey Plum og  Darren Waller erui nýfgift og héldu að þau yrði bæði í Las Vegas en þurfa nú að fara í fjarsamband. Getty/Ethan Miller

NFL-starnan Darren Waller og WNBA-stjarnan Kelsey Plum giftu sig á dögunum en það er ekki hægt að segja að þau hafi fengið flotta brúðkaupsgjöf frá forráðamönnum liðsins hans.

Waller var nefnilega óvænt skipt yfir á hinn enda Bandaríkjanna þegar Las Vegas Raiders sendi hann til New York Giants í gær.

Waller var einn af lykilmönnum Las Vegas Raiders liðsins en hafði reyndar glímt við meiðsli á síðasta tímabilum eftir að hafa verið stórkostlegur tvö ár þar á undan.

Hann fær ellefu milljónir dollara í laun fyrir tímabilið þar af var hann öruggur með 8,25 milljónir frá og með 17. mars. Það gerir rúman milljarð í íslenskum krónum.

Kelsey Plum er stórstjarna í WNBA liði Las Vegas Aces sem varð meistari á síðasta tímabili þar sem hún var valin í lið ársins.

Nýju hjónin höfðu ekki opinberað áætlanir sínar og ætluðu að gifta sig í kyrrþey en Josh McDaniels, þjálfari Las Vegas Raiders, sagði blaðamönnum óvart frá þessu. Waller var víst mjög reiður út í hann fyrir það.

Kelsey Plum grínaðist með það á samfélagsmiðlum eftir skiptin að líklega hafi þetta komið til af því að McDaniels var ekki boðið í giftinguna.

Fyrir aðeins tveimur vikum þá lét McDaniels hafa eftir sér að hinn þrítugi Waller yrði stór hluti af liðinu í næstu framtíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.