Lífið

Fyrsta verk­efni Daníelana var mynd­band við lag FM Belfast

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Daníelarnir eru miklir sprellarar.
Daníelarnir eru miklir sprellarar. AP/Jordan Strauss

Fáir vita að þeir Daniel Scheinert og Daniel Kwan, sem í fyrradag uppskáru ríkulega á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir mynd sína Everything Everywhere All at Once, byrjuðu í tónlistarmyndböndum. 

Enn færri vita að fyrsta vídjóið sem þeir gerðu eftir útskrift var myndband við lag eftir íslensku sveitina FM Belfast.

Hljómsveitin hefur nú greint frá þessu á Facebook, þar sem hún óskar DANIELS, eins og þeir kölluðu sig, til hamingju með sigurinn á Óskarsverðlaunahátíðinni, þar sem Everything Everywhere All at Once sópaði til sín sjö verðlaunum.

„19. október 2009 fengum við tölvupóst frá manni sem spurði hvort hann og vinur hans mættu búa til vídjó fyrir okkur. Við svöruðum og sögðum já en við ættum engan pening. Það skipti þá engu máli og þeir buðust til að gera það ókeypis þar sem þetta var fyrsta verkefnið þeirra eftir úrskrift úr kvikmyndaskóla,“ segir í færslu FM Belfast.

Úr varð nýtt tónlistarmyndband við lagið Underwear, sem sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×