Líkt og í flestum flokkum Óskarsverðlaunanna voru fimm kvikmyndir tilnefndar sem besta teiknimyndin. Það voru Turning Red, Marcel the Shell with Shoes On, Stígvélaði kötturinn 2: Hinsta óskin, Guillermo del Toro's Pinocchio og The Sea Beast. Pinocchio endaði sem sigurvegarinn, líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir.
Þetta var ekki fyrsta teiknimyndaefnið sem del Toro leikstýrir en hann leikstýrði Trollhunters þáttunum á Netflix og nokkrum framhaldsþáttaröðum þeirra. Þó er Pinocchio hans fyrsta teiknimynd í fullri lengd.
Íslendingurinn Gunnar Heiðar kom að gerð myndarinnar en hann var í tökuliði myndarinnar, nánar tiltekið Lighting Camera Operator. Gunnar hefur áður komið að gerð teiknimynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna, bæði Fantastic Mr. Fox og ParaNorman, en hvorug þeirra vann til verðlauna.
Gunnar Heiðar hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra kvikmynda, til dæmis Kurteist fólk, Borgríki, Borgríki 2 og Bræðrabylta.
Annar Íslendingur, Sara Gunnarsdóttir, var tilnefnd til verðlauna í flokki teiknaðra stuttmynda mynd sína My Year of Dicks en hreppti ekki Óskarsstyttuna. Það var The Boy, the Mole, the Fox and the Horse sem hreppti þess í stað verðlaunin.