Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 15:12 Þremenningarnir sátu í sólinni með fartölvur og kaffibolla. Ekki fylgir sögunni hvort þau fengu sér fisk. Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum. Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira
Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum.
Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira
„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36