Skráargatið – einfalt að velja hollara Hólmfríður Þorgeirsdóttir og óhanna Eyrún Torfadóttir skrifa 13. mars 2023 11:30 Samnorræna matvælamerkið Skráargatið var tekið upp hér á landi í lok árs 2013 sem liður í því að stuðla að bættu mataræði þjóðarinnar og þar með minnka líkur á langvinnum sjúkdómum síðar meir. Merkið tekur mið af Norrænum næringarráðleggingum þar sem lögð er áhersla á minni neyslu á salti og viðbættum sykri en meiri neyslu á trefjum, heilkorni og mjúkri fitu. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Skráargatið sýnir hvaða vörur eru hollari valkostur innan hvers matvælaflokks og þannig er neytendum leiðbeint óháð tungumálakunnáttu eða þekkingu á næringarfræði. Til lengri tíma litið gæti merkið því stuðlað að auknum heilsufarslegum jöfnuði. Skráargatið var upphaflega innleitt í Svíþjóð árið 1989 og er núna líka í notkun í Danmörku, Noregi og Íslandi. Hvað er Skráargatið? Skráargatið er merki sem setja má á umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Þessi skilyrði eru: Hollari fita Minna salt Minni sykur Meira af trefjum og heilkorni Merkið má einnig nota á ópakkaðan fisk, grænmeti og ávexti en þessi óunnu matvæli uppfylla skilyrðin fyrir að bera Skráargatið. Einnig má merkja ópakkað brauð, ost og kjöt með merkinu ef næringarsamsetning þessara vara uppfyllir skilyrði til að bera merkið. Fyrir ópökkuð matvæli er t.d. hægt að hafa Skráargatið á skilti, veggspjaldi, hillumerkingu eða verðmiða við vörurnar. Það eru alls 32 flokkar matvæla sem merkja má með Skráargatinu og eru mismunandi skilyrði fyrir hvern flokk. Með merkinu er ekki verið að hvetja fólk til að velja einn matvælaflokk umfram annan heldur til að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama matvælaflokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Þó skal tekið fram, að enn sem komið er, eru ekki allar matvörur merktar með Skráargatinu, jafnvel þótt þær uppfylli skilyrðin. Er það í höndum matvælaframleiðenda að merkja vörur sínar með þessu matvælamerki. Markmið með Skráargatinu Auk þess að auðvelda neytendum að velja hollari matvörur við innkaup á skjótan og einfaldan hátt er markmiðið einnig að hvetja matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla þannig að auknu framboði á vörum sem geta verið hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði. Framboð á skráargatsmerktum vörum jókst hratt á hinum Norðurlöndunum eftir upptöku merkisins og vonandi mun skráargatsmerktum vörum fjölga einnig hér á markaði. Til að svo megi verða er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um hvað skráargatsmerktar vörur standa fyrir. Tæplega helmingur neytenda hér á landi þekkir merkið mjög vel eða nokkuð vel en heldur fleiri neytendur þekkja merkið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Oft þarf ekki mikið til að bæta mataræðið og getur ein leið til þess verið að velja oftar skráargatsmerktar vörur, til dæmis gróft brauð, fisk, haframjöl, heilhveitipasta, ávexti og grænmeti. Einnig er mikilvægt að forsvarsmenn verslana sjái sér hag í að hafa margar skráargatsmerktar vörur á boðstólum og að þær séu vel sýnilegar viðskiptavinum. Við hvetjum alla til að leita eftir Skráargatinu þegar keypt er í matinn. Skráargatið gerir það einfalt að velja hollari valkost. Matvælastofnun og embætti landlæknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi. Allar nánari upplýsingar má nálgast á Skráargatið | Ísland.is (island.is) Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Samnorræna matvælamerkið Skráargatið var tekið upp hér á landi í lok árs 2013 sem liður í því að stuðla að bættu mataræði þjóðarinnar og þar með minnka líkur á langvinnum sjúkdómum síðar meir. Merkið tekur mið af Norrænum næringarráðleggingum þar sem lögð er áhersla á minni neyslu á salti og viðbættum sykri en meiri neyslu á trefjum, heilkorni og mjúkri fitu. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Skráargatið sýnir hvaða vörur eru hollari valkostur innan hvers matvælaflokks og þannig er neytendum leiðbeint óháð tungumálakunnáttu eða þekkingu á næringarfræði. Til lengri tíma litið gæti merkið því stuðlað að auknum heilsufarslegum jöfnuði. Skráargatið var upphaflega innleitt í Svíþjóð árið 1989 og er núna líka í notkun í Danmörku, Noregi og Íslandi. Hvað er Skráargatið? Skráargatið er merki sem setja má á umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Þessi skilyrði eru: Hollari fita Minna salt Minni sykur Meira af trefjum og heilkorni Merkið má einnig nota á ópakkaðan fisk, grænmeti og ávexti en þessi óunnu matvæli uppfylla skilyrðin fyrir að bera Skráargatið. Einnig má merkja ópakkað brauð, ost og kjöt með merkinu ef næringarsamsetning þessara vara uppfyllir skilyrði til að bera merkið. Fyrir ópökkuð matvæli er t.d. hægt að hafa Skráargatið á skilti, veggspjaldi, hillumerkingu eða verðmiða við vörurnar. Það eru alls 32 flokkar matvæla sem merkja má með Skráargatinu og eru mismunandi skilyrði fyrir hvern flokk. Með merkinu er ekki verið að hvetja fólk til að velja einn matvælaflokk umfram annan heldur til að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama matvælaflokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Þó skal tekið fram, að enn sem komið er, eru ekki allar matvörur merktar með Skráargatinu, jafnvel þótt þær uppfylli skilyrðin. Er það í höndum matvælaframleiðenda að merkja vörur sínar með þessu matvælamerki. Markmið með Skráargatinu Auk þess að auðvelda neytendum að velja hollari matvörur við innkaup á skjótan og einfaldan hátt er markmiðið einnig að hvetja matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla þannig að auknu framboði á vörum sem geta verið hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði. Framboð á skráargatsmerktum vörum jókst hratt á hinum Norðurlöndunum eftir upptöku merkisins og vonandi mun skráargatsmerktum vörum fjölga einnig hér á markaði. Til að svo megi verða er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um hvað skráargatsmerktar vörur standa fyrir. Tæplega helmingur neytenda hér á landi þekkir merkið mjög vel eða nokkuð vel en heldur fleiri neytendur þekkja merkið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Oft þarf ekki mikið til að bæta mataræðið og getur ein leið til þess verið að velja oftar skráargatsmerktar vörur, til dæmis gróft brauð, fisk, haframjöl, heilhveitipasta, ávexti og grænmeti. Einnig er mikilvægt að forsvarsmenn verslana sjái sér hag í að hafa margar skráargatsmerktar vörur á boðstólum og að þær séu vel sýnilegar viðskiptavinum. Við hvetjum alla til að leita eftir Skráargatinu þegar keypt er í matinn. Skráargatið gerir það einfalt að velja hollari valkost. Matvælastofnun og embætti landlæknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi. Allar nánari upplýsingar má nálgast á Skráargatið | Ísland.is (island.is) Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar