Sport

Dagskráin í dag - Baráttan um Hafnarfjörð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alltaf hart barist þegar Haukar og FH eigast við.
Alltaf hart barist þegar Haukar og FH eigast við.

Stórleikur er á dagskrá í Olís deildinni í handbolta í kvöld.

Haukar fá nágranna sína úr FH í heimsókn og verður leiknum gerð góð skil í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax í kjölfarið er komið að Seinni bylgjunni með sinn vikulega uppgjörsþátt.

Auk íslensks handbolta er áhugaverður leikur á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar Lazio fær Sampdoria í heimsókn. Verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19:35 í beinu framhaldi af leik Hellas Verona og Fiorentina í sömu deild.

Tvö af bestu liðum landsins í fótboltanum eigast við þegar kvennalið Vals og Þróttar mætast í Lengjubikarnum í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18:55.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×