Sport

Gunnar sækist ekki eftir lands­liðs­þjálfara­starfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Magnússon mun stýra landsliði Íslands næstu vikurnar ásamt Ágústi Jóhannssyni.
Gunnar Magnússon mun stýra landsliði Íslands næstu vikurnar ásamt Ágústi Jóhannssyni. Vísir/sigurjón

Gunnar Magnússon mun stýra íslenska landsliðinu ásamt Ágústi Jóhannssyni næstu fjóra landsleiki. Í mars mætir liðið Tékkum í tvígang í undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í byrjun næsta árs og síðan leikur liðið gegn Ísrael og Eistlandi í apríl.

Gunnar segir að hann hafi aftur á móti ekki áhuga á því að taka við landsliðinu eftir þetta stutta verkefni.

„Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynna HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki. Ég hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram.

„Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“

Gunnar segir að það hafi verið erfitt að sjá á eftir Guðmundi Guðmundssyni sem landsliðsþjálfara en rætt verður nánar við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Klippa: Gunnar sækist ekki eftir lands­liðs­þjálfara­starfinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×