Sport

Irma og Kolbeinn stigahæst á MÍ innanhúss í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingarnir Irma Gunnarsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson með verðlaunin sem stigahæsta fólk mótsins.
FH-ingarnir Irma Gunnarsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson með verðlaunin sem stigahæsta fólk mótsins. Instagram/@icelandathletics

FH-ingarnir Irma Gunnarsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson náðu besta árangrinum á nýloknu Íslandsmeistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss.

Bæði Irma og Kolbeinn Höður áttu meira að segja tvo bestu stigaafrek mótsins í kvenna- og karlaflokki.

Irma fékk 1057 stig fyrir að stökkva 6,27 metra í langstökki. Irma átti í raun tvö bestu afrek mótsins því hún fékk einnig 1050 stig fyrir að stökkva 13,34 metra í þrístökki.

Irma Gunnarsdóttir á Íslandsmetið í þrístökki innanhúss en hún bætti eigið met fyrr í þessum mánuði.vísir/Snædís

Kolbeinn fékk 1043 stig fyrir að hlaupa sextíu metra hlaup á 6,80 sekúndum. Kolbeinn átti einnig næstbesta afrek karlanna en hann fékk 1017 stig fyrir að hlaupa 200 metra hlaup á 21,79 sekúndum.

Kolbeinn Höður Gunnarsson á spretti í Laugardalshöllinni um helgina.

Alls náðu sjö íþróttamenn að komast yfir þúsund stiga múrinn á mótinu í ár.

Tiana Ósk Whitworth (60 metra hlaup í tvígang) og Birna Kristín Kristjánsdóttir (langstökk, 60 metra hlaup) náðu því báðar tvisvar en Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (200 metra hlaup), Daníel Ingi Egilsson (þrístökk) og Guðni Valur Guðnason (kúluvarp) náðu því öll í einni grein.

  • Hæstu stig kvenna
  • 1057 - Irma Gunnarsdóttir, langstökk (6,27 metrar)
  • 1050 - Irma Gunnarsdóttir, þrístökk (13,34 metrar)
  • 1046 - Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 200 metra hlaup (24,41 sek)
  • 1029 - Tiana Ósk Whitworth, 60 metra hlaup (7,57 sek.)
  • 1013 - Tiana Ósk Whitworth, 60 metra hlaup (7,62 sek.)
  • 1010 - Birna Kristín Kristjánsdóttir, langstökk (6,05 metrar)
  • 1009 - Birna Kristín Kristjánsdóttir, 60 metra hlaup (8,69 sek.)
  • Hæstu stig karla
  • 1043 - Kolbeinn Höður Gunnarsson, 60 metra hlaup (6,80 sek.)
  • 1017 - Kolbeinn Höður Gunnarsson, 200 metra hlaup (21,79 sek.)
  • 1005 - Daníel Ingi Egilsson, þrístökk (15,49 metrar)
  • 1002 - Guðni Valur Guðnason, kúluvarp (18,01 metrar)
  • 971 - Daníel Ingi Egilsson, langstökk (7,23 metrar)
  • 967 - Ívar Kristinn Jasonarson, 400 metra hlaup (49,20 sek.)
  • 949 - Sæmundur Ólafsson, 400 metra hlaup (49,36 sek.)

Guðni Valur Guðnason grýtti kúlunni langt í Laugardalshöll um helgina.vísir/Snædís




Fleiri fréttir

Sjá meira


×