Lífið samstarf

Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni

HljóðX
Teymi Hljóð X fór létt með tvö þúsund manna árshátið í Kórnum. Eyvi, Jói og Örn.
Teymi Hljóð X fór létt með tvö þúsund manna árshátið í Kórnum. Eyvi, Jói og Örn.

„Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða.

Hljóð X sá um tíu ára afmælisbombu FM95BLö í höllinni á síðasta ári.

„Við leigjum meðal annars einföld tæki fyrir smærri veislur í heimahúsi og leiðbeiningar með. Það er alltaf einhver í hverri fjölskyldu sem kann að tengja en annars getum við komið og sett upp og tengt og jafnvel unnið í veislunni sjálfri ef þess er óskað. Við eigum einnig allskonar sniðug ljós fyrir minni veislur bæði úti og inni og sviðspalla undir ræðumenn og skemmtikrafta.“

Einnig riggar HljóðX upp risa viðburðum og segir Jóhann að síðastliðið sumar hafi verið frábært sem og haustið og nýafstaðin þorrablóta-vertíð. Skemmtanalífið hafi heldur betur tekið við sér eftir langt hlé og gleðin sé við völd.

Glæsilegur veislusalurinn í Kórunum.
„Síðastliðið haust sáum við um tvö þúsund manna viðburð í Kórnum í Kópavogi. Þar settum við allt upp ljós og borðslýsingu, svið og sviðslýsingu og öflugt hljóðkerfi til að keyra upp ballstemmingu í risasal og fórum létt með það. 

Við settum einnig upp allt fyrir menningarnæturtónleika Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og fyrir Color Run og Hinsegindaga. Undanfarið höfum við haft nóg að gera og sett upp allar græjur á þorrablótum Fram, FH, Garðs og Hauka auk þess að lýsa upp byggingar víðsegar á höfuðborgarsvæðinu á Vetrarhátíð. 

Við tökum að okkur allskonar verkefni og að baki er frábærir 10 mánuðir þar sem mikið var að gera, ekki síst í utanhúss viðburðum. Tónlistarfólk og skemmtikraftar eru aftur komin á fullt að halda viðburði fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga sem vilja hleypa gleðinni út. Fólk hefur bara samband og segir okkur hve margir eru að koma, hverskonar skemmtiatriði verða boðið upp á og í hverskonar húsnæði verður veislan haldin og við græjum þetta í hvelli.“

Nánar á heimasíðu HljóðX.

Hljóð X sá um allt fyrir menningarnæturtónleika Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum.
Fm95blö í höllinni 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×