Býr til sjónvarpsþáttaröð um nýtt SS pylsu-lag Skúrinn 17. febrúar 2023 09:48 Kristján Kristjánsson leikstjóri segir Íslendinga eiga mikið inni þegar kemur að pylsum og meðlæti. „Þetta er spennandi verkefni. Ég heyrði reyndar í einum áhyggjufullum hlustanda sem hringdi inn á Bylgjuna og þykir greinilega vænt um gamla lagið. Fólk er viðkvæmt fyrir breytingum, sérstaklega ef það gamla er gott fyrir og SS pylsulagið er bæði gott og grípandi og vel stimplað inn í þjóðarsálina. En fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, við erum ekkert að fara að henda gamla laginu, bara poppa það upp,“ segir Kristján Kristjánsson, leikstjóri og framleiðandi splunkunýrrar þáttaraðar sem ber heitið Skúrinn. Þættirnir ganga út á samkeppni um nýtt popplag auk nýrrar útgáfu af gamla góða SS pylsulaginu. Til að taka þátt þarf að senda inn demó á skurinn@ss.is fyrir 1. mars og mun dómnefnd velja fimm listamenn til úrslita. Í kjölfarið hefjast tökur á Skúrnum og verða þættirnir sýndir hér á Vísi. „Við munum kynnast þessum fimm listamönnum í þáttunum, sjá hvernig þeir vinna og hvernig lagið þeirra verður til. Hver þáttur verður tileinkaður einum listamanni eða hljómsveit en tilgangur keppninnar er ekki síst að toga fram tónlistarfólk sem annars fær ekki mikla athygli, draga það út úr skúrnum, svefnherberginu, kjallaranum eða hvar sem þau eru að semja tónlist og gefa því pláss,“ segir Kristján. Í lokin mun svo almenningur kjósa bestu nýju útgáfuna og besta lagið. „Þetta er ný nálgun, við erum ekki að elta neina aðra tónlistarþætti heldur er Skúrinn kynning á tónlistarfólki og hvernig það nálgast það að semja tónlist,“ segir Kristján en hann hefur leikstýrt tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum, heimildarmyndum og sjónvarpsauglýsingum. „Þetta er samt nýtt format fyrir mig eins og alltaf þegar maður nálgast ný verkefni, veitan er Vísir svo þetta er annar markhópur og mjög spennandi. Þetta er flott og fersk leið hjá SS að keyra þetta af stað með okkur og um leið finna nýja útgáfu af þessu klassíska og grípandi lagi,“ segir hann. Pylsublæti á háu stigi SS pylsur hafa löngum verð sagðar hinn óopinberi þjóðarréttur og nánast hver einasti Íslendingur hefur skoðanir á því hvað megi fara á pylsuna. Við undirbúning þáttanna segir Kristján ýmislegt hafa komið í ljós. Þórdís og Árni Beinteinn hafa lengi tekið myndir af sér saman og í sitthvoru lagi í "pylsurugli" eins og Krsitján orðar það. „Þau Þórdís Björk Þorfinnsdóttir tónlistar- og leikkona, sem leiðir þættina og Árni Beinteinn Árnason leikari, sem situr í dómnefnd eru bæði með pylsublæti! Þau hafa tekið myndir bæði saman og sitt í hvoru lagi af sér í einhverju pylsurugli! Þetta kom bara í ljós þegar við báðum þau um að vera með í þessu verkefni, enda sögðu þau strax já. Sjálfur vil ég meina að við Íslendingar eigum mikið inni þegar kemur að pylsum og meðlæti, ég sá það þegar ég var við tökur á sjónvarpsþáttum í New York að þar fer ýmislegt á pylsuna sem við erum almennt ekki vön að setja á hana , hrásalat, avakadó, jalapeno og hvað eina. „Sky is the limit“ segi ég. Í pylsuvagninum í göngugötunni á Akureyri veit ég að það er hægt að fá bakaðar baunir á pylsuna og auðvitað er kokteilsósa skyldusósa á „einni með öllu“ fyrir norðan. Þetta gæti í leiðinni orðið spennandi þróunarverkefni,“ segir Kristján í gamansömum tón. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér. Áhugasömu tónlistarfólki er bent á að senda inn fyrir 1. mars á skurinn@ss.is. Tvær milljónir króna eru í verðlaun fyrir besta útgáfuna af SS pylsu-laginu, ein milljón króna fyrir annað sætið og fimmhundruð þúsund fyrir þriðja sætið. Fyrir besta frumsamda lagið er ein milljón króna í verðlaun. Dómnefndina skipa Auk Árna Beinteins Árnasonar, þau Salka Valsdóttir tónlistarkona og Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS. Tónlist Skúrinn Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Þættirnir ganga út á samkeppni um nýtt popplag auk nýrrar útgáfu af gamla góða SS pylsulaginu. Til að taka þátt þarf að senda inn demó á skurinn@ss.is fyrir 1. mars og mun dómnefnd velja fimm listamenn til úrslita. Í kjölfarið hefjast tökur á Skúrnum og verða þættirnir sýndir hér á Vísi. „Við munum kynnast þessum fimm listamönnum í þáttunum, sjá hvernig þeir vinna og hvernig lagið þeirra verður til. Hver þáttur verður tileinkaður einum listamanni eða hljómsveit en tilgangur keppninnar er ekki síst að toga fram tónlistarfólk sem annars fær ekki mikla athygli, draga það út úr skúrnum, svefnherberginu, kjallaranum eða hvar sem þau eru að semja tónlist og gefa því pláss,“ segir Kristján. Í lokin mun svo almenningur kjósa bestu nýju útgáfuna og besta lagið. „Þetta er ný nálgun, við erum ekki að elta neina aðra tónlistarþætti heldur er Skúrinn kynning á tónlistarfólki og hvernig það nálgast það að semja tónlist,“ segir Kristján en hann hefur leikstýrt tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum, heimildarmyndum og sjónvarpsauglýsingum. „Þetta er samt nýtt format fyrir mig eins og alltaf þegar maður nálgast ný verkefni, veitan er Vísir svo þetta er annar markhópur og mjög spennandi. Þetta er flott og fersk leið hjá SS að keyra þetta af stað með okkur og um leið finna nýja útgáfu af þessu klassíska og grípandi lagi,“ segir hann. Pylsublæti á háu stigi SS pylsur hafa löngum verð sagðar hinn óopinberi þjóðarréttur og nánast hver einasti Íslendingur hefur skoðanir á því hvað megi fara á pylsuna. Við undirbúning þáttanna segir Kristján ýmislegt hafa komið í ljós. Þórdís og Árni Beinteinn hafa lengi tekið myndir af sér saman og í sitthvoru lagi í "pylsurugli" eins og Krsitján orðar það. „Þau Þórdís Björk Þorfinnsdóttir tónlistar- og leikkona, sem leiðir þættina og Árni Beinteinn Árnason leikari, sem situr í dómnefnd eru bæði með pylsublæti! Þau hafa tekið myndir bæði saman og sitt í hvoru lagi af sér í einhverju pylsurugli! Þetta kom bara í ljós þegar við báðum þau um að vera með í þessu verkefni, enda sögðu þau strax já. Sjálfur vil ég meina að við Íslendingar eigum mikið inni þegar kemur að pylsum og meðlæti, ég sá það þegar ég var við tökur á sjónvarpsþáttum í New York að þar fer ýmislegt á pylsuna sem við erum almennt ekki vön að setja á hana , hrásalat, avakadó, jalapeno og hvað eina. „Sky is the limit“ segi ég. Í pylsuvagninum í göngugötunni á Akureyri veit ég að það er hægt að fá bakaðar baunir á pylsuna og auðvitað er kokteilsósa skyldusósa á „einni með öllu“ fyrir norðan. Þetta gæti í leiðinni orðið spennandi þróunarverkefni,“ segir Kristján í gamansömum tón. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér. Áhugasömu tónlistarfólki er bent á að senda inn fyrir 1. mars á skurinn@ss.is. Tvær milljónir króna eru í verðlaun fyrir besta útgáfuna af SS pylsu-laginu, ein milljón króna fyrir annað sætið og fimmhundruð þúsund fyrir þriðja sætið. Fyrir besta frumsamda lagið er ein milljón króna í verðlaun. Dómnefndina skipa Auk Árna Beinteins Árnasonar, þau Salka Valsdóttir tónlistarkona og Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS.
Áhugasömu tónlistarfólki er bent á að senda inn fyrir 1. mars á skurinn@ss.is. Tvær milljónir króna eru í verðlaun fyrir besta útgáfuna af SS pylsu-laginu, ein milljón króna fyrir annað sætið og fimmhundruð þúsund fyrir þriðja sætið. Fyrir besta frumsamda lagið er ein milljón króna í verðlaun. Dómnefndina skipa Auk Árna Beinteins Árnasonar, þau Salka Valsdóttir tónlistarkona og Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS.
Tónlist Skúrinn Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira