Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 11:54 Hrönn Egilsdóttir sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að erfitt hafi reynst að tryggja fjármagn til stofnunarinnar. Vísir/Egill Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. Hafrannsóknastofnun er ein þeirra sex stofnana sem fjallað er um í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi en skýrslan varpar ljósi á fjársveltar eftirlitsstofnanir. „Já, það er algjörlega okkar upplifun líka. Það hefur nánast ekkert verið bætt við mannskap þrátt fyrir tilkomu þessarar stóru greinar sem við þurfum að hafa eftirlit með og erum að sinna. Við erum að sinna verkefnum sem tengjast mjög náið framkvæmd þessarar greinar, eins og burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Hrönn fagnar útgáfu skýrslunnar og segir að hún sé nákvæm, vel unnin og varpi ljósi á marga þætti sem hafa farið aflaga. „Það hefur bara reynst mjög erfitt að tryggja fjármagn í þessa vinnu vegna þess að við höfum þurft að fjármagna bæði burðarþolsmat og verkefni um umhverfisáhrif sjókvíaeldis tímabundið á hverju ári. Það er að segja við þurfum að sækja um fjármögnun á hverju ári. Það hefur komið fyrir að við höfum fengið núll krónur í burðarþolsmat þrátt fyrir að það sé lögbundið verkefni og þetta er mjög bagalegt því þetta hefur hamlað okkar starfsemi mjög mikið,“ segir Hrönn sem vísar þarna til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis sem heyrir undir ráðuneytið. En í þann sjóð hefur Hafrannsóknarstofnun þurft að sækja um til að geta framkvæmt rannsóknir og útreikninga til að meta burðarþol fjarða. Hrönn segir að komið hafi fyrir að stofnunin hafi fengið núll krónur í fjárveitingar vegna lögbundinna verkefna. Vísir/Egill Það væri léttir að fólk fengi loks að vita hvernig umgjörð sjókvíaeldis væri í raun og veru. „Já, mér er mjög létt. Af því að þetta er búið að vera barningur. Ég get alveg sagt það að mest af þeirri gagnrýni eða ábendingum sem komu fram í skýrslunni beinast gegn stjórnvaldinu. Í raun og veru hafa stofnanirnar staðið sig nokkuð vel miðað við þá umgjörð sem þeim hefur verið sett.“ Hröð uppbygging iðnaðarins hafi haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér til dæmis hafi Hafrannsóknarstofnun ekki gefist færi á að rannsaka vistkerfi fjarðanna áður en að sjókvíaeldið haslaði sér völl. „Út af þessum hraða þá hafa starfsmenn stofnananna þurft að hlaupa hratt og oft kannski meira - eins og kemur fram í skýrslunni - að elta iðnaðinn frekar en að halda í við hann og tryggja að hann fari rétt fram.“ Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum. 7. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Hafrannsóknastofnun er ein þeirra sex stofnana sem fjallað er um í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi en skýrslan varpar ljósi á fjársveltar eftirlitsstofnanir. „Já, það er algjörlega okkar upplifun líka. Það hefur nánast ekkert verið bætt við mannskap þrátt fyrir tilkomu þessarar stóru greinar sem við þurfum að hafa eftirlit með og erum að sinna. Við erum að sinna verkefnum sem tengjast mjög náið framkvæmd þessarar greinar, eins og burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Hrönn fagnar útgáfu skýrslunnar og segir að hún sé nákvæm, vel unnin og varpi ljósi á marga þætti sem hafa farið aflaga. „Það hefur bara reynst mjög erfitt að tryggja fjármagn í þessa vinnu vegna þess að við höfum þurft að fjármagna bæði burðarþolsmat og verkefni um umhverfisáhrif sjókvíaeldis tímabundið á hverju ári. Það er að segja við þurfum að sækja um fjármögnun á hverju ári. Það hefur komið fyrir að við höfum fengið núll krónur í burðarþolsmat þrátt fyrir að það sé lögbundið verkefni og þetta er mjög bagalegt því þetta hefur hamlað okkar starfsemi mjög mikið,“ segir Hrönn sem vísar þarna til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis sem heyrir undir ráðuneytið. En í þann sjóð hefur Hafrannsóknarstofnun þurft að sækja um til að geta framkvæmt rannsóknir og útreikninga til að meta burðarþol fjarða. Hrönn segir að komið hafi fyrir að stofnunin hafi fengið núll krónur í fjárveitingar vegna lögbundinna verkefna. Vísir/Egill Það væri léttir að fólk fengi loks að vita hvernig umgjörð sjókvíaeldis væri í raun og veru. „Já, mér er mjög létt. Af því að þetta er búið að vera barningur. Ég get alveg sagt það að mest af þeirri gagnrýni eða ábendingum sem komu fram í skýrslunni beinast gegn stjórnvaldinu. Í raun og veru hafa stofnanirnar staðið sig nokkuð vel miðað við þá umgjörð sem þeim hefur verið sett.“ Hröð uppbygging iðnaðarins hafi haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér til dæmis hafi Hafrannsóknarstofnun ekki gefist færi á að rannsaka vistkerfi fjarðanna áður en að sjókvíaeldið haslaði sér völl. „Út af þessum hraða þá hafa starfsmenn stofnananna þurft að hlaupa hratt og oft kannski meira - eins og kemur fram í skýrslunni - að elta iðnaðinn frekar en að halda í við hann og tryggja að hann fari rétt fram.“
Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum. 7. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44
„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55
Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum. 7. febrúar 2023 06:31