„Þetta var Íslandsmet í klúðri“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2023 21:45 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ósáttur með tap kvöldsins Vísir/Diego Afturelding tapaði með minnsta mun gegn Fram 29-30. Afturelding var yfir nánast allan leikinn en kastaði leiknum frá sér á lokamínútunum og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll með sína menn. „Það var óskiljanlegt hvernig við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum fimm mörkum yfir og með öll tök á öllum helvítis leiknum. Vörnin var góð og við vorum búnir að vinna svo mikla vinnu við að ná þessu forskoti,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram. „Þetta var Íslandsmet í klúðri, hvernig við köstuðum boltanum frá okkur á ekki að sjást í Olís deildinni. Þetta voru það margir og daprir tæknifeilar og það var mjög erfitt að horfa upp á þetta og hvernig við köstuðum þessu frá okkur í seinni hálfleik.“ Gunnari var heitt í hamsi og var ósáttur með hvað hans menn voru að leyfa sér að gera fimm mörkum yfir. „Í stuttu máli þegar við erum fimm mörkum yfir þá fóru mínir menn að gera hluti sem þeir myndu ekki gera mínútu áður því þá vorum við í hörkuleik. En um leið og þú ert kominn með tak á leiknum þá kemur tilfinning um að þú megir taka einhverja sendingu. Þetta voru línusendingar sem áttu ekki rétt á sér.“ „Ég þurfti að taka tvö leikhlé út af þessum tæknifeilum og síðan tapaðist þetta á sendingum í lokin eftir leikhlé. Pressan kom síðan á okkur og þá hættu allir fyrir utan Blæ [Hinriksson] að sækja á markið og þegar þeir fóru út í hann þá fóru menn ekki í árásir. Við vorum ekki tilbúnir að axla ábyrgð þegar við vorum búnir að kasta þessu frá okkur og fengum jafnan leik sem er líka dapurt en sú staða átti aldrei að koma upp,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
„Það var óskiljanlegt hvernig við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum fimm mörkum yfir og með öll tök á öllum helvítis leiknum. Vörnin var góð og við vorum búnir að vinna svo mikla vinnu við að ná þessu forskoti,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram. „Þetta var Íslandsmet í klúðri, hvernig við köstuðum boltanum frá okkur á ekki að sjást í Olís deildinni. Þetta voru það margir og daprir tæknifeilar og það var mjög erfitt að horfa upp á þetta og hvernig við köstuðum þessu frá okkur í seinni hálfleik.“ Gunnari var heitt í hamsi og var ósáttur með hvað hans menn voru að leyfa sér að gera fimm mörkum yfir. „Í stuttu máli þegar við erum fimm mörkum yfir þá fóru mínir menn að gera hluti sem þeir myndu ekki gera mínútu áður því þá vorum við í hörkuleik. En um leið og þú ert kominn með tak á leiknum þá kemur tilfinning um að þú megir taka einhverja sendingu. Þetta voru línusendingar sem áttu ekki rétt á sér.“ „Ég þurfti að taka tvö leikhlé út af þessum tæknifeilum og síðan tapaðist þetta á sendingum í lokin eftir leikhlé. Pressan kom síðan á okkur og þá hættu allir fyrir utan Blæ [Hinriksson] að sækja á markið og þegar þeir fóru út í hann þá fóru menn ekki í árásir. Við vorum ekki tilbúnir að axla ábyrgð þegar við vorum búnir að kasta þessu frá okkur og fengum jafnan leik sem er líka dapurt en sú staða átti aldrei að koma upp,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira