Sport

Brynja Herborg sigurvegari á Reykjavíkurleikunum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Brynja Herborg bar sigur úr býtum á Reykjavíkurleikunum.
Brynja Herborg bar sigur úr býtum á Reykjavíkurleikunum. Facebooksíða ÍPS

Brynja Herborg Jónsdóttir bar sigur úr býtum í pílukasti kvenna á Reykjavíkurleikunum eftir úrslitaleik gegn Steinunni Dagnýju Ingvarsdóttur.

Reykjavíkurleikarnir eru í fullum gangi og úrslitin í pílukastinu réðust í gærkvöldi. Í úrslitaleik kvenna mættust Brynja Herborg Jónsdóttur og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir.

Úrslitaviðureignin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fyrir sigurvegarann beið sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst þar sem hægt verður að vinna sér sæti á WDF World Championship.

Í úrslitaviðureigninni í dag var það Brynja Herborg sem hafði betur en hún vann fjögur sett gegn einu setti Steinunnar Dagnýjar.

Alls tóku 96 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram á föstudag og svo útsláttarkeppni í gær á Bullseye.

Kristján Sigurðsson og Vitor Charrua voru í 3. – 4. sæti karla og Petrea KR Friðriksdóttir og Kristín Einarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×