Ekkert meitlað í stein þó að spáin um krabbameinstilfelli sé sláandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 21:01 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir Íslendinga eiga eftir að ganga í gegnum öldrun þjóðarinnar líkt og önnur lönd hafa gert. Vísir/Ívar Fannar Eftir tæp tuttugu ár munu um þúsund fleiri greinast með krabbamein samanborið við það sem nú er, ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið sé þegar komið að þolmörkum og bregðast verði við með skýrum aðgerðum. Þó staðan sé þung sé enn svigrúm til að bregðast við. Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira