Ný lína 66°Norður og Ganni frumsýnd í Kaupmannahöfn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 08:46 Frá Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Adam Katz Sinding 66°Norður og danska merkið Ganni frumsýndu fjórðu samstarfslínu sína á tískuvikunni i Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding Tíska og hönnun Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding
Tíska og hönnun Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira